Karfa

Um okkur

ORG er lífstílsverslun sem leggur áherslu á að bjóða vörur sem framleiddar hafa verið af virðingu við náttúru og fólk - þar sem sjálfbærni og siðferðisleg sjónarmið eru höfð að leiðarljósi. 

Við bjóðum föt, skó, ilmvötn, töskur og veski ásamt ýmsu öðru spennandi fyrir fólk sem kýs að velja vel. Meðal merkja sem eru í boði eru Kowtow frá Nýja Sjálandi, Armedangels og Langerchen frá Þýskalandi, Thinking Mu og Cus frá Spáni, LVR og Yogamii hreyfingafatnað. Þá bjóðum við skó frá Gola, Veja, Toms, Woden og Blundstone.

Okkur er annt um lífið og við trúum að það skipti máli hvaða efni eru í vörunum sem við notum og hvernig er staðið að framleiðslu þeirra.  Þess vegna vöndum við valið og viljum sjá að vörurnar skilji gott eftir sig - bæði fyrir þá sem klæðast þeim og fyrir þá sem framleiða þær.

ORG - gerum eitthvað gott -